Hóaðu saman þínum nánustu og við sjáum um að skutla ykkur að upphafi gönguleiðarinnar á gosstöðvarnar við Geldingadal.
Farþegafjöldi allt að 10 manna búbbla, brottfarartími að eigin vali og ferðalengd allt að 8 klukkustundir.
Eldsumbrot í Geldingadal
Hraunflæði
Ganga í íslenskri náttúru
Innifalið er sér bíll með bílstjóra og akstur báðar leiðir að upphafsstað gönguleiðar á gosstöðvar. Vinsamlegast athugið að leiðsögn er ekki innifalin en hægt er að bæta við leiðsögumanni gegn gjaldi.
Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og hafa brodda meðferðist ásamt höfuðljósi eða vasaljósi ef ferð tilbaka er eftir að myrkur skellur á.
Stikaða gönguleiðin er um 2,5 kílómetrar og tekur ca 1,5 til 2 klukkustundir að ganga. Leiðin er frekar greiðfær en eitt hátt fjall er á leiðinni sem gott er að ganga rólega upp. Þegar komið er upp fjallið tekur við stórkostlegt útsýni að eldstöðinni í Geldingadal á meðan síðasti spölurinn er genginn.
Sú upplifun að sjá eldgos er engri lík. Skynfærin fara á flug þegar hljóð, hiti og fljótandi hraunið líður um dalinn og þessir kraftar jarðarinnar eru ólýsanlegir.
Hægt verður að eyða um 3 klst við gosstöðvarnar en bílstjóri og farþegar ákveða brottfarartíma frá gönguleið áður en haldið er af stað.
Sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvum:
https://www.ruv.is/frett/2021/03/18/eldgosid-i-geldingadolum-i-beinni-utsendingu
Ekki gleyma að klæða ykkur eftir veðri, fylgjast vel með veðurspám og hafa gott nesti og vatn meðferðis.
Leiðbeiningar Almannavarna:
Vinsamlegast tilgreinið hvar á að sækja hópinn við bókun.
Why book with us?
Our promise is to offer great products and superior customer service. If you need to cancel, make changes or help planning your vacation you can count on us to be there by your side.